HÓTELIÐ
Margverðlaunað svæði í Portúgal, klukkutími vestan við Lissabon! Gist er á fimm stjörnu Marriott hóteli sem er alveg við klettana og ströndina. Öll herbergin eru með svölum með útsýni yfir Atlantshafinu eða golfvellinum. Farþegar geta svo notið sín á nokkrum veitingastöðum og börum eins og hinu flottu Tempera eða Emprata, eða kíkt á glæsilegu inni- og útisundlaugarnar, svo er að sjálfsögðu líkamsrækt og glæsilegt spa á hótelinu.
Það er fjórir frábærir golfvellir á svæðinu, hver öðrum betri, þeir eru: Praia, West Cliffs, Obidos og Bom Sucesso. Það er gaman að hrista aðeins upp í ferðina og spila alla golfvellina sem eru í boði. Hótelið býður upp á frítt skutl á golfvellina með settunum en það er aldrei meira en 15. mín keyrsla á vellina.
Praia er fallegt og kraftmikið strandsvæði sem er þekkt fyrir úrvals brimbretta aðstæður, bragðgóða sjávarrétti og vín, svo að sjálfsögðu magna golfvelli. Einnig er hægt að skoða sig um og kíkja í þorpin sem eru mjög falleg og söguleg. Það er klukkutíma keyrsla til Lissabon en það er alltaf gaman að kíkja þangað eftir golf og njóta sín í stórborginni.
Flug seinnipart dags - Lent um 20:30 og farið í rútu í 30 mín á hótelið - Fundur á barnum um kvöldið með framhaldið
Njótið að spila frábæra golfvelli í Pórtúgal
Tekið því rólega, rútan sækir okkur uppá hótel 16:15. Flug klukkan 21:20 og lent í KEF 01:10
Tryggðu þér pláss í þessa ferð
Leave a comment: