Campo Real er æðislegt 5-stjörnu hótel staðsett 40 mínútur norðan við Lissabon. Gullfalleg náttúra umlykur svæðið þar sem fjöll, dalir og vínekrur teygja sig út um allt. Á svæðinu eru inni- og útisundlaugar, líkamsrækt og heilsulind, 4x veitingastaðir og barir, tennisvellir og að sjálfsögðu golfvöllurinn. Glæsileg nýuppgerð 32 fermetra herbergi og öll með rúmgóðum svölum, svo að sjálfsögðu er hægt að uppfæra í stærri herbergi og svítur.
Völlurinn
Stórskemmtilegur golfvöllur alveg við dyragættina á hótelinu, hannaður af bretanum Donald Steel. Völlurinn býður upp á frábært golf fyrir kylfinga á öllu getustigi.
Svæðið
Það getur enginn látið sér leiðast á þessu svæði þar sem margt er hægt er að gera, hvort sem það er að njóta sín í sólbaði, nuddi, heilsulinddi og að sjálfsögðu golfi og margt fleira. Einnig mælum við hiklaust með að gera sér ferð í Lissabon.
Innifalið
Beint flug fram og til baka
Gisting með morgunmat
20kg taska + 23kg golfsett + persónulegur hlutur
Ótakmarkað golf
Aðgangur að líkamsrækt og heilsulind
Flutningur til og frá flugvelli
Íslensk fararstjórn
Golfbíll er ekki innifalinn, hægt að panta gegn greiðslu
Leave a comment: