thumbnail

kr.549,000/

Per Person
  • 11-12 nætur
  • Grikkland

Romanos Hotel

Fyrir haustferðirnar okkar bjóðum við upp á tvö hótel, þau eru Romanos og W Marriott. Tvö lúxus 5 stjörnu hótel í 15. mínútna fjarlægð frá hvort öðru. Romanos hótelið er með mjög rúmgóð herbergi öll með svölum, en einnig er hægt að uppfæra herbergið sitt með lítilli sundlaug. Dunes völlurinn og klúbbhúsið er alveg við hótelið, en hinir 3 golfvellirnir eru 15. – 20. mínútna keyrslu frá hótelinu. W Marriott hótelið er alveg við sjóinn og Navarino flóann, það hótel er einnig með mjög rúmgóð herbergi með svölum og möguleikann að uppfæra herbergið með lítilli sundlaug. Þetta hótel liggur alveg við Bay völlinn og 7. mínútna keyrslu frá Olympic og Hills golfvellinum, og 15. mínútna keyrslu frá Dunes golfvellinum. Við bjóðum svo að sjálfsögðu upp á möguleikann að gista á Westin hótelinu eða Mandarin Oriental sem sérferð fyrir einstaklinga, pör og hópa.

Westin Hotel

Annað glæsilegt hótel einnig í eigu Marriott keðjunnar
Spa, inni- og útisundlaug ásamt líkamsrækt
Nokkrir veitingastaðir og barir á hótelinu
18 holur golfvöllurinn Dunes alveg við hótelið

Golfvellirnir

Það eru fjórir glæsilegir golfvellir í Costa Navarino, en þeir þykja með þeim bestu og flottustu í heiminum. Við hjá Eagle Golfferðum erum að bjóða upp á þriðja árið í röð á þetta magnaða svæði sem allir verða að prófa upplifa einu sinni á ævinni. Við höfum ferðast með yfir 160 hæstánægðum farþegum til Navarino þar sem flestir segja þetta vera glæsilegasta golfsvæði sem þeir hafa upplifað. Golfvellirnir eru: Dunes sem er hannaður af Bernhard Langer og liggur alveg við Westin og Romanos hótelin. Bay er uppáhalds golfvöllur Árna hjá Eagle Golfferðum, en sá völlur eins og margir aðrir sem við bjóðum upp á er hannaður af Robert Trent Jones og liggur alveg við W hótelið. Hinir tveir vellirnir Olympic og Hills eru svo upp á fjallinu sem trónir yfir Navarino flóa, þessir vellir opnuðu 2022 og eru hannaðir af Jose Maria Olazabal

Dunes
Stórskemmtilegur golfvöllur hannaður af Bernhard Langer. Völlurinn er alveg við hótelið, en þarna er glæsilegt klúbbhús og flott æfingasvæði.

Bay
Hreint út sagt ótrúlegur völlur hannaður af Robert Trent Jones. Aðeins 12 mínútna akstursfjarlægð frá hótelinu. Bay er einnig með æfingasvæði og gullfallegt klúbbhús sem fellur vel inn í umhverfið

Svæði
Það eru fjögur 5 stjörnu hótel á svæðinu og fjórir frábærir golfvellir, þess á milli eru krúttlegir og sætir smábæir sem heita Pylos og Gialova sem eru alveg við Navarino flóann. Það er mjög skemmtilegt að kíkja í bæina í mat og drykk og jafnvel fara í bátsferð. Svæðið Navarino er mjög sögulegt og það er gaman að kynna sér hana betur á meðan ferð stendur, Navarino tilheyrir Kalamata héraði en það hérað er heimsþekkt fyrir gómsætar ólífur og ólífuolíur sem við mælum hiklaust með að smakka.

Fullt af afþreyingum og skemmtunum í boði eins og:
Bátsferðir
Vínsmökkun
Ólífusmökkun
Köfun
Kayak 
Hestbak
Fjallgöngu- og hjólaferðir
Skoðunarferði

Included and Excluded

  • Beint flug fram og til baka
  • 20kg taska + 23kg golfsett + persónulegur hlutur
  • Gisting með morgunmat
  • 9x golfhringir með golfbíl
  • 3x kvöldverðir með drykkjarpakka
  • Flutningur til og frá flugvelli
  • Flutningur milli golfvalla
  • 1x nótt í Aþenu á Melia Athens
  • Íslensk fararstjórn

Highlights of the Tour

Itinerary

Flogið er með Play, tekin er svo rúta frá flugvellinum til Costa Navarino en aksturinn er 4 klst með einu stoppi. Gist er á annaðhvort W Marriott eða Romanos hótelinu, eftir því hvaða dagsetningar eru fyrir valinu.

Golf

Næst síðasta daginn er svo útritun af hótelinu í Navarino þar sem við tökum rútu kl 9:30 til Aþenu. Við komu til Aþenu er innritun á Hotel Melia Athens sem er alveg í hjarta miðborgarinnar.

Útritun af Hotel Melia Athens kl 6:30 þar sem við tökum svo rútuna á flugvöllinn. Flugið heim er svo kl x

Location Map

Frequently Asked & Question

Aptent taciti sociosqu ad litora torquent per conubia nostra, per inci only Integer purus onthis felis non aliquam.Mauris nec just vitae ann auctor tol euismod sit amet non ipsul growing this.

Leave a comment:

Your email address will not be published.

Bóka ferð

Tryggðu þér pláss í þessa ferð

Skráðu þig á póstlistann

Fáðu fyrst/ur fréttirnar með nýja áfangastaði og frábær tilboð

vector1 vector2