SO Sotogrande Spa & Golf Resort er lúxus 5-stjörnu hótel í Andalúsíu á Spáni. Hótelið er með yfir 150 herbergi og öll með útsýni annaðhvort af golfvellinum, görðunum eða náttúrunni sem umlykur svæðið.
Gestir geta látið stjana við sig í mat og drykk á yfir sjö börum og veitingastöðum sem er á hótelinu, ásamt því er 3500 fermetra heilsulind með inni- og útisundlaugum, líkamsrækt og svo að sjálfsögðu golfvöllurinn með þrjár 18-holu samsetningar í boði.
Það eru nokkrir frábærir golfvellir í Sotogrande, einn sem er alveg við hótelið og heitir Almenara og er 27-holu völlur. Það er hægt að spila mismunandi samsetningar sem 18-holur þar sem hver og ein býður upp skemmtilegar og mismunandi áskoranir fyrir kylfinga.
Klúbbhúsið og golfvöllur er í stuttu göngufæri frá hótelinu og er magnað útsýni þar yfir völlinn og svæðið sjálft.
Svæði
Það er nóg um að vera og hægt að gera í Sotogrande, slakað á í heilsulind og nuddmeðferðum, siglt um Miðjarðarhafið, skoðað náttúru og umhverfi, hjólað um svæðið og að sjálfsögðu spila golf. Sotogrande er mjög friðsælt og ofboðslega fallegt, það geta allir kylfingar notið sín á ýmsan máta þar.
Fullt af afþreyingum og skemmtunum í boði eins og:
Bátsferðir
Vínsmökkun
Ólífusmökkun
Köfun
Kayak
Hestbak
Fjallgöngu- og hjólaferðir
Skoðunarferðir
Tryggðu þér pláss í þessa ferð
Leave a comment: